Ungur karlmaður, 21 árs, lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í gærmorgun, á móts við Bitru í Flóa, eftir árekstur tveggja fólksbíla sem voru að mætast. Einn var í hvorum bíl, báðir búsettir á Íslandi. Sá sem lést ók til vesturs.

Ungur karlmaður, 21 árs, lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í gærmorgun, á móts við Bitru í Flóa, eftir árekstur tveggja fólksbíla sem voru að mætast. Einn var í hvorum bíl, báðir búsettir á Íslandi. Sá sem lést ók til vesturs. Ökumaður hins bílsins er ekki alvarlega slasaður.

Slysið, sem varð um klukkan 7.40 í gærmorgun, er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar yfirlögregluþjóns er talið mögulegt að annar ökumaðurinn hafi misst stjórn á bíl sínum og það sé orsök slyssins, en fljúgandi hálka var á veginum og svartamyrkur þegar það varð.

Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.