Alls hafa yfir fimm þúsund konur á Íslandi ritað undir yfirlýsingar í tengslum við #metoo-byltinguna þar sem krafist er aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun.

Alls hafa yfir fimm þúsund konur á Íslandi ritað undir yfirlýsingar í tengslum við #metoo-byltinguna þar sem krafist er aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. 462 konur í íþróttum sendu í gær frá sér samskonar yfirlýsingu og tólf aðrir hópar kvenna hafa gert. Meðfylgjandi voru 62 frásagnir af kynferðislegri áreitni, kynferðislegu ofbeldi og mismunun. Þessar frásagnir eru alls orðnar um 600 talsins. Fyrsta yfirlýsingin birtist frá konum í stjórnmálum í lok nóvember. 2