Höllin sem leikirnir í A-riðli verða spilaðir í er glæsileg. Hún ber nafnið Spaladium og er fjölnota íþróttahöll sem uppfyllir allar kröfur og viðmiðunarstaðla alþjóðaólympíunefndarinnar um slík mannvirki.
Höllin sem leikirnir í A-riðli verða spilaðir í er glæsileg. Hún ber nafnið Spaladium og er fjölnota íþróttahöll sem uppfyllir allar kröfur og viðmiðunarstaðla alþjóðaólympíunefndarinnar um slík mannvirki. Körfuboltaliðið KK Split leikur heimaleiki sína í höllinni en það hét áður Jugoplastika Split. Höllin tekur 12 þúsund manns í sæti og má gera ráð fyrir því að hvert sæti verði skipað á fyrsta keppnisdegi þegar gestgjafarnir taka á móti grönnum sínum frá Serbíu. Spaladium var tekin í notkun fyrir HM karla í handknattleik sem fram fór í Króatíu árið 2009 og var þá einn riðillinn spilaður í Split. Ef handboltaunnendur eru að spóla til baka í huganum um hvernig Íslandi vegnaði í þeirri keppni þá var lokakeppni HM 2009 ein fárra keppna sem Ísland missti af á þessari öld.