Í steininum Paddington ásamt samfanga í eldhúsi fangelsisins.
Í steininum Paddington ásamt samfanga í eldhúsi fangelsisins.
Paddington 2 Í Paddington 2 lendir góðhjartaði bangsinn í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem Paddington ætlaði að kaupa. Þjófurinn hverfur á dularfullan hátt svo grunur fellur á Paddington sem sendur er í steininn.
Paddington 2

Í Paddington 2 lendir góðhjartaði bangsinn í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem Paddington ætlaði að kaupa. Þjófurinn hverfur á dularfullan hátt svo grunur fellur á Paddington sem sendur er í steininn. Myndin er sýnd með íslensku tali og meðal leikara sem ljá persónum raddir sínar eru Sigurður Þór Óskarsson, Orri Huginn Ágústsson og Álfrún Helga Örnólfsdóttir.

Rotten Tomatoes: 100%

Metacritic:89/100

The Commuter

Michael hefur um tíu ára skeið ferðast með sömu lest til og úr vinnu. Dag einn sest hjá honum ókunnug kona og býður 75 þúsund dollara greiðslu takist honum að leysa dularfullt verkefni sem tengist einum farþega lestarinnar, áður en hún kemur á endastöð. Um leið og Michael þiggur peningana kemur í ljós að hann hefur lagt líf sitt og fjölskyldu sinnar að veði. Leikstjóri er Jaume Collet-Serra og í aðalhlutverkum eru Liam Neeson, Sam Neill og Elizabeth McGovern.

Rotten Tomatoes: 65%

Metacritic: 57/100

Downsizing

Hjónin Paul og Audrey ákveða að taka þátt í tilraun sem gengur út á að þau eru minnkuð niður í um 10% af stærð venjulegs fólks. Ýmislegt fer öðruvísi en þau hjón gátu séð fyrir, en fyrir liggur að breytingin er óafturkræf. Leikstjóri er Alexander Payne og í aðalhlutverkum eru Matt Damon, Christoph Waltz, Hong Chau og Søren Pilmark.

Rotten Tomatoes: 50%

Metacritic: 63/100