Róbert Gunnarsson
Róbert Gunnarsson
Af þeim 17 leikmönnum sem voru í íslenska landsliðinu á EM í Póllandi fyrir tveimur árum eru sjö þeirra ekki í hópnum að þessu sinni.

Af þeim 17 leikmönnum sem voru í íslenska landsliðinu á EM í Póllandi fyrir tveimur árum eru sjö þeirra ekki í hópnum að þessu sinni. Þetta eru Aron Rafn Eðvarðsson markvörður, Alexander Petersson, Guðmundur Hólmar Helgason, Róbert Gunnarsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Vignir Svavarsson.

Af sjömenningunum hefur Róbert leikið flesta leiki á EM, 37. Vignir á einum leik færra á EM. Á síðasta móti varð Róbert fjórði til þess að skora meira en 100 mörk fyrir íslenska landsliðið í lokakeppni EM, eða 107.

Auk breytinga á leikmannahópnum þá er ekki sami þjálfari við stjórnvölinn nú og á EM 2016. Aron Kristjánsson stýrði landsliðinu á EM 2016 en nú stendur Geir Sveinsson í brúnni. iben@mbl.is