Stella Heiða Rún Sigurðardóttir fer með hlutverk Stellu Blómkvist.
Stella Heiða Rún Sigurðardóttir fer með hlutverk Stellu Blómkvist.
Þáttaröðin Stella Blómkvist mun keppa um Nordisk Film og TV Fond-verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar. Verðlaununum fylgja peningaverðlaun, 200.

Þáttaröðin Stella Blómkvist mun keppa um Nordisk Film og TV Fond-verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar. Verðlaununum fylgja peningaverðlaun, 200.000 sænskar krónur eða um 2,5 milljónir íslenskra króna og eru verðlaunin veitt fyrir besta handrit dramatískrar sjónvarpsþáttaraðar frá Norðurlöndum. Aðalhöfundur handrits er Jóhann Ævar Grímsson en Nanna Kristín Magnúsdóttir og Andri Óttarsson komu einnig að handritaskrifum þáttanna.

Þættirnir um Stellu verða einnig sýndir í sjónvarpsþáttahluta Nordic Light-sýningaraðarinnar á hátíðinni og sýningar á fyrstu tveimur þáttunum hefjast á norrænu streymisþjónustunni Viaplay 2. febrúar. Þáttaröðin var frumsýnd í Sjónvarpi Símans Premium í nóvember í fyrra og á sunnudaginn, 14. janúar, verður fyrsti þáttur raðarinnar sýndur í línulegri dagskrá Sjónvarps Símans og svo hver þátturinn af öðrum vikulega.