Fanndís Friðriksdóttir
Fanndís Friðriksdóttir
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, og Fanndís Friðriksdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, voru í gær útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2017. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr.

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, og Fanndís Friðriksdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, voru í gær útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2017. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 200 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.

Birgir Leifur og Fanndís voru valin úr hópi 42 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.

Fanndís lék með Breiðabliki fyrri hluta árs en gekk svo í raðir Marseille í Frakklandi. Hún var lykilmaður í íslenska landsliðinu. Birgir náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hann vann mót á Áskorendamótaröð Evrópu, þeirri næststerkustu í álfunni. Birgir Leifur tilheyrir jafnframt „flokki ársins“ í Kópavogi, en það er meistaraflokkur GKG í golfi karla, sem varð Íslandsmeistari klúbbliða á árinu.