Mengun Skv. könnuninni þyrfti að taka nýja orkugjafa í notkun.
Mengun Skv. könnuninni þyrfti að taka nýja orkugjafa í notkun.
Íslenskir stjórnmálamenn gera of lítið til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta telur meirihluti þeirra sem svöruðu umhverfiskönnun Gallup sem kynnt var á ráðstefnu í gær.

Íslenskir stjórnmálamenn gera of lítið til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta telur meirihluti þeirra sem svöruðu umhverfiskönnun Gallup sem kynnt var á ráðstefnu í gær.

60% svarenda sögðust hafa áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar gætu haft á þá og fjölskyldur þeirra og 63% sögðust vera þeirrar skoðunar að aukin áhersla á umhverfis- og náttúruvernd mætti ekki bitna á þeim vatnsaflsvirkjunum sem væru starfræktar í dag.

Nýir orkugjafar nauðsyn

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar voru skiptar skoðanir um hvort skattleggja ætti jarðefnaeldsneyti mun meira en endurnýjanlega orkugjafa.

Rúmlega helmingur svarenda taldi Ísland fjárfesta of lítið í þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum og áþekkt hlutfall taldi Ísland gera of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum.

Þrír af hverjum fjórum sögðust þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að taka í notkun nýja orkugjafa ef skapa ætti sjálfbært samfélag hér á landi og sama hlutfall taldi að í því skyni þyrfti að rannsaka betur hvernig hægt væri að aðlagast loftslagsbreytingum.