Sander Sagosen
Sander Sagosen
Norðmenn eru skiljanlega stórhuga fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst í Króatíu í dag. Sander Sagosen, stjörnuleikmaður liðsins og leikmaður PSG í Frakklandi, segir stefnuna setta á verðlaunasæti en Noregur hafnaði í 4.

Norðmenn eru skiljanlega stórhuga fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst í Króatíu í dag. Sander Sagosen, stjörnuleikmaður liðsins og leikmaður PSG í Frakklandi, segir stefnuna setta á verðlaunasæti en Noregur hafnaði í 4. sæti á EM fyrir tveimur árum og vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir ári.

„Undanúrslitin eru fyrsta markmiðið okkar. Það er ekkert sem segir að við eigum ekki að ná þangað. Við ætlum okkur verðlaun, svo einfalt er það,“ sagði Sagosen við sjónvarpsstöðina TV 2 í Noregi.

Ekkert lið getur státað af því að hafa náð í undanúrslit á hverju einasta þriggja síðustu stórmóta, eins og Sagosen setur stefnuna nú á: „Við getum það með þennan hóp sem við höfum. Við vitum að það verður mjög erfitt, en við höfum fulla trú,“ sagði Sagosen.

Norðmenn mæta heimsmeisturum Frakka í fyrsta leik sínum á EM í kvöld klukkan 19.30. sindris@mbl.is