— Morgunblaðið/Ómar
Í skammdeginu er fátt skemmtilegra en að hlusta á góðar draugasögur. Og nú er lag, því Geir Konráð ætlar að segja dimmar draugasögur í rjóðrinu í skógræktinni að Bjargi í Borgarnesi kl. 17 í dag, föstudag. Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis.
Í skammdeginu er fátt skemmtilegra en að hlusta á góðar draugasögur. Og nú er lag, því Geir Konráð ætlar að segja dimmar draugasögur í rjóðrinu í skógræktinni að Bjargi í Borgarnesi kl. 17 í dag, föstudag. Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis. Best er að komast að rjóðrinu ef gengið er frá Garðavík í átt að túninu sem kennt er við Bjarg, við endann á trjálundinum er beygt til vinstri og gengið upp með trjám að rjóðri. Fólk er hvatt til að taka með sér vasaljós, hlý föt og líka gesti eða nágranna í næsta húsi. Teppi og púði undir rassa ættu líka að vera með í för og mælt er með að fólk fari í vasaljósagöngu um skóginn á eftir. Gaman saman í myrkrinu.