Hinn 6. desember var lag keppninnar, On the wings of victory , sett í spilun en slík lög eru gjarnan samin fyrir stórar alþjóðlegar íþróttakeppnir.

Hinn 6. desember var lag keppninnar, On the wings of victory , sett í spilun en slík lög eru gjarnan samin fyrir stórar alþjóðlegar íþróttakeppnir.

Björgvin Halldórsson og Diddú sungu til dæmis lag keppninnar þegar HM var haldið á Íslandi 1995 og sjálfsagt muna margir Íslendingar eftir Dj nokkrum Ötzi þegar Íslendingar unnu brons á EM í Austurríki 2010. Þá bjó hann til sína útgáfu af Sweet Caroline , lagi sem Neil Diamond samdi um dóttur Johns F. Kennedys og Jacqueline Bouvier.

Mótshaldarar leituðu til króatísku tónlistarkonunnar Indiru Levak sem samdi lagið og flytur. On the wings of victory má finna á heimasíðu keppninnar en einnig á Youtube. kris@mbl.is