Aron Pálmarsson
Aron Pálmarsson
Það verða Makedóníumennirnir Gjorgji Nachevski og Slave Nikolov sem dæma leik Íslands og Svíþjóðar á Evrópumótinu í Krótaíu í dag, á fyrsta degi mótsins.

Það verða Makedóníumennirnir Gjorgji Nachevski og Slave Nikolov sem dæma leik Íslands og Svíþjóðar á Evrópumótinu í Krótaíu í dag, á fyrsta degi mótsins.

Þetta er fjarri því í fyrsta sinn sem parið dæmir leik hjá Íslandi en Makedónarnir sáu meðal annars um að dæma í sætum sigri á Svíum, 33:32, á Ólympíuleikunum í London 2012, þeim fyrsta sem Ísland vann gegn Svíum á stórmóti í 48 ár. Aron Pálmarsson gerði 9 mörk í leiknum. Þeir dæmdu einnig í 28:27-sigrinum á Pólverjum í leiknum um 5. sæti á EM í Danmörku fyrir fjórum árum, og í sigrum á Rúmenum og Portúgölum í undankeppnum stórmóta. Þá dæmdu þeir síðasta leik Íslands í milliriðli á HM 2011 í Svíþjóð, gegn Frökkum, en þar mátti Ísland sætta sig við tap, 34:28. sindris@mbl.is