Park Sang-ki
Park Sang-ki
Park Sang-ki, dómsmálaráðherra Suður-Kóreu, olli nokkru fjaðrafoki á mörkuðum þegar hann greindi frá því að suðurkóresk yfirvöld væru að undirbúa lagasetningu sem myndi banna viðskipti með bitcoin og aðrar rafmyntir.

Park Sang-ki, dómsmálaráðherra Suður-Kóreu, olli nokkru fjaðrafoki á mörkuðum þegar hann greindi frá því að suðurkóresk yfirvöld væru að undirbúa lagasetningu sem myndi banna viðskipti með bitcoin og aðrar rafmyntir. Sagði hann viðskiptin minna helst á veðmálastarfsemi.

Talsmenn ríkisstjórnarinnar drógu síðar í land og sögðu þetta eingöngu tillögur sem þyrfti að ræða nánar, en í millitíðinni féll verðgildi bitcoin um 18% á kóreskum mörkuðum. Náði myntin þó sér aftur á strik síðar um daginn, og hafði hún einungis tapað um 6% af markaðsvirði sínu þegar upp var staðið. Um 20% af öllum viðskiptum með bitcoin fara um Suður-Kóreu.