Julian Assange
Julian Assange
Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu hafnað beiðni Ekvador um að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, fengi stöðu sendiráðsstarfsmanns.
Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu hafnað beiðni Ekvador um að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, fengi stöðu sendiráðsstarfsmanns. Assange hefur dvalist í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012, en hann vildi forðast framsal til Svíþjóðar. Sænsk stjórnvöld felldu niður rannsókn á máli Assange í fyrra, en bresk stjórnvöld vilja enn hafa hendur í hári hans fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum breskra dómstóla.