Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Keppnisfyrirkomulagið á EM í Króatíu er það sama og á undanförnum Evrópumótum. Sextán lið sem er skipt í fjóra riðla. Þrjú lið komast áfram úr hverjum riðli en neðsta liðið fer heim 17. eða 18. janúar. Þá taka við milliriðlar.

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Keppnisfyrirkomulagið á EM í Króatíu er það sama og á undanförnum Evrópumótum. Sextán lið sem er skipt í fjóra riðla. Þrjú lið komast áfram úr hverjum riðli en neðsta liðið fer heim 17. eða 18. janúar.

Þá taka við milliriðlar. Þrjú efstu lið úr A- og B-riðlum skipa milliriðil eitt og taka innbyrðis úrslitin með sér.

Þetta þýðir að komist Ísland áfram úr A-riðlinum verða mótherjar í milliriðli þrjú lið úr B-riðli en hann skipa Frakkland, Hvíta-Rússland, Noregur og Austurríki. Sá milliriðill verður leikinn í Zagreb.

Á sama hátt fara þrjú efstu liðin úr C- og D-riðlum í milliriðil tvö og taka með sér innbyrðis úrslitin. Sá milliriðill er leikinn í Varazdin.

Milliriðlarnir eru leiknir 18. til 24. janúar. Tvö efstu lið í hvorum milliriðli fara í undanúrslit, liðin í þriðja sæti spila um 5. sætið en þrjú neðstu liðin í hvorum milliriðli hafa lokið keppni og halda heimleiðis 25. janúar.

Undanúrslitaleikirnir og leikurinn um fimmta sætið fara fram í Zagreb 26. janúar og síðan er leikið þar til úrslita um gull og brons sunnudaginn 28. janúar.