12. janúar 1830 Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir, sem myrtu Natan Ketilsson og Pétur Jónsson, voru tekin af lífi í Vatnsdalshólum. Þetta var síðasta aftaka á Íslandi. Líflátshegning var þó ekki numin úr lögum fyrr en 1928. 12.

12. janúar 1830

Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir, sem myrtu Natan Ketilsson og Pétur Jónsson, voru tekin af lífi í Vatnsdalshólum. Þetta var síðasta aftaka á Íslandi. Líflátshegning var þó ekki numin úr lögum fyrr en 1928.

12. janúar 1940

Einar Benediktsson skáld lést, 75 ára. Hann var „einhver stórbrotnasti ljóðvíkingur vor að fornu og nýju“, sagði Jóhannes úr Kötlum. Meðal þekktra ljóða Einars eru Einræður Starkaðar (Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt).

12. janúar 2015

Jóhann Jóhannsson hlaut Golden Globe-verðlaun, fyrstur Íslendinga, fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. Hann var einnig tilnefndur til Bafta-verðlaunanna og Óskarsverðlaunanna, en hlaut þau ekki.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson