Dagur Sigurðsson
Dagur Sigurðsson
Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svía, verður þriðji Íslendingurinn til að stýra landsliði í leik gegn íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramóti. Kristján mætir galvaskur með sveit sína til leiks í kvöld gegn Íslendingum í Split.

Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svía, verður þriðji Íslendingurinn til að stýra landsliði í leik gegn íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramóti. Kristján mætir galvaskur með sveit sína til leiks í kvöld gegn Íslendingum í Split.

Dagur Sigurðsson var landsliðsþjálfari Austurríkis á EM 2008 þegar hann mætti Íslendingum í riðlakeppninni. Hann náði jafntefli, 37:37, eftir mikla dramatík á síðustu mínútu leiksins eins og rakið er á öðrum stað í blaðinu. Austurríska liðið var þremur mörkum undir þegar mínúta var til leiksloka eða þar um bil.

Patreki Jóhannesson gekk ekki eins vel með austurríska landsliðið þegar það mætti því íslenska í Herning í Danmörku á EM 2014. Íslendingar unnu öruggan sigur, 33:27, í leik þar sem Ólafur Andrés Guðmundsson fór á kostum og skoraði sex mörk. Ekki er útilokað að Patrekur og Austurríkismenn mæti Íslendingum á EM að þessu sinni. iben@mbl.is