Unnur Gunnarsdóttir
Unnur Gunnarsdóttir
Fjármálaeftirlitið kynnti starfsmönnum skipulagsbreytingar í gærmorgun. Við breytinguna fjölgar framkvæmdastjórum úr þremur í fjóra. Störf þriggja framkvæmdastjóra verða auglýst innan tíðar.

Fjármálaeftirlitið kynnti starfsmönnum skipulagsbreytingar í gærmorgun. Við breytinguna fjölgar framkvæmdastjórum úr þremur í fjóra. Störf þriggja framkvæmdastjóra verða auglýst innan tíðar.

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, segir í samtali við Morgunblaðið að komið verði á fót fjórum sviðum: Eftirliti með fjármálafyrirtækjum, eftirliti með vátryggingastarfsemi og eftirliti með viðskiptamarkaði sem vakir yfir verðbréfaviðskiptum, verðbréfasjóðum og viðskiptaháttum. Auk þess verði þverfaglegt svið sem annist vettvangsathugunar og lögfræðiþjónustu. Fjögurra manna teymi sem sinnir þjóðhagsvarúð fyrir fjármálastöðugleika verður á skrifstofu forstjóra.

„Nýju skipuriti fylgja skýrari ábyrgðarlínur og það er aðgengilegra fyrir þá sem eiga í samskiptum við okkur,“ segir Unnur.

Eldra skipurit FME hafði þrjú eftirlitssviðs: Vettvangs- og verðbréfasvið, eftirlitssvið og greiningarsvið.

„Greiningarsviðið hefur gegnt mikilvægu eftirlitshlutverki við að greina áhættur. Sú sérhæfing mun flytjast inn á sviðin,“ segir Unnur.

Til viðbótar eru rekstrarsvið, mannauður og upplýsingatækni sem þjóna meðal annars eftirlitssviðunum þremur. Önnur svið eru skrifstofa forstjóra og svið yfirlögfræðings. helgivifill@mbl.is