Handboltaunnendur hafa tækifæri til að fylgjast vel með gangi mála á EM í Króatíu. Fyrir utan það magn frétta sem flæða mun um mbl.is og síður Moggans þá er einnig mikið framboð af sjónvarpsútsendingum.

Handboltaunnendur hafa tækifæri til að fylgjast vel með gangi mála á EM í Króatíu. Fyrir utan það magn frétta sem flæða mun um mbl.is og síður Moggans þá er einnig mikið framboð af sjónvarpsútsendingum.

RÚV er með sýningarréttinn hér heima og samkvæmt upplýsingum þaðan mun RÚV sýna 32 leiki í keppninni í beinni útsendingu á sínum rásum. Auk þess verða átta samantektarþættir.

Auk þess er komið mjög til móts við handboltaunnendur á heimasíðu Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Þar er nokkuð sem kallað er EHF TV á slóðinni ehftv.com. Þar stendur til að sýna alla leiki keppninnar í beinni útsendingu. Til að gæta sanngirni gagnvart rétthöfum þá geta notendur í þeim löndum sem eru að leika hverju sinni ekki séð leikinn í netútsendingu þeirra. Þegar Ísland og Svíþjóð mætast í fyrsta leik verður sem dæmi ekki hægt að horfa á EHF-útsendinguna í þeim löndum.

Þessi þjónusta gæti hins vegar verið kærkomin fyrir Íslendinga erlendis sem hafa áhuga á að sjá leiki Íslands. Sama gildir auðvitað um fólk hérlendis sem hefur áhuga á því að fylgja ákveðnum þjóðum vel eftir í mótið. Hérlendis býr til dæmis fjöldi fólks frá Póllandi og ríkjum gömlu Júgóslavíu. kris@mbl.is