Ójafnvægi Wahlberg fékk 800 dali, og 1,5 milljónir dala að auki, en Michelle Williams aðeins 800 dalina.
Ójafnvægi Wahlberg fékk 800 dali, og 1,5 milljónir dala að auki, en Michelle Williams aðeins 800 dalina.
Þegar ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram á hendur leikaranum Kevin Spacey ákvað leikstjórinn Ridley Scott að kvikmynda aftur senurnar sem hann hafði leikið í í kvikmyndinni All the Money in the World , og fékk Christopher Plummer í hlutverkið.

Þegar ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram á hendur leikaranum Kevin Spacey ákvað leikstjórinn Ridley Scott að kvikmynda aftur senurnar sem hann hafði leikið í í kvikmyndinni All the Money in the World , og fékk Christopher Plummer í hlutverkið.

Ákvörðunin hefur verið lofuð, meðal annars af hinum leikurunum sem þurftu einnig að mæta í tökur að nýju. En nú hafa komið fram upplýsingar um laun þeirra sem þykja styðja ásakanir um kynjabundið misrétti í skemmtanaiðnaðinum vestanhafs. Meðan aðalleikkonan Michelle Williams fékk lágmarkslaun, 80 dali á dag, fyrir 10 aukadagana fékk hinn aðalleikarinn, Mark Wahlberg, sömu greiðslur – en 1,5 milljóna dala eingreiðslu að auki; um 160 milljónir króna.