Manndráp á Íslandi er yfirskrift hádegiserindis Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings sem flutt verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag kl. 12.
Manndráp á Íslandi er yfirskrift hádegiserindis Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings sem flutt verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag kl. 12. Erindið er flutt í tengslum við yfirstandandi sýningu safnsins, Mál 214, eftir Jack Latham sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Í erindinu verður þróun manndrápa á Íslandi tekin fyrir og því lýst hvað einkennir þau almennt.