Ráðgjafi Magdalena Sigurðardóttir segir trúna hafa hjálpað sér.
Ráðgjafi Magdalena Sigurðardóttir segir trúna hafa hjálpað sér. — Morgunblaðið/Hanna
Magdalena Sigurðardóttir var búin að sofa í þrjár nætur í ruslageymslu með rottu og ungum hennar þegar hún áttaði sig á því að botninum var náð. Hún hafði verið í virkri vímuefna- og áfengisneyslu í fjórtán ár og búin að missa allt frá sér.

Magdalena Sigurðardóttir var búin að sofa í þrjár nætur í ruslageymslu með rottu og ungum hennar þegar hún áttaði sig á því að botninum var náð. Hún hafði verið í virkri vímuefna- og áfengisneyslu í fjórtán ár og búin að missa allt frá sér. Hún komst í meðferð í Hlaðgerðarkoti þar sem hún dvaldi í rúmt hálft ár og hefur verið edrú upp frá því, síðan eru liðin fimm ár. Í dag starfar hún sem fíkniráðgjafi og hjálpar konum sem eru í sömu stöðu og hún var í.

Magdalena segir ekki alltaf auðvelt að bjarga fólki úr þessum aðstæðum og ekki allir tilbúnir í það. „Þeir sem ég hef náð mestum árangri með eru þeir sem eru nógu mikið búnir á því og eiga ekkert eftir, eins og ég var sjálf.“ 11