Hagnaður Haga á þriðja fjórðungi rekstrarársins dróst saman um 54% og var 401 milljón króna. Um er að ræða tímabilið september til nóvember. Hagnaðarhlutfallið lækkaði úr 5% niður í 2% á milli ára.

Hagnaður Haga á þriðja fjórðungi rekstrarársins dróst saman um 54% og var 401 milljón króna. Um er að ræða tímabilið september til nóvember. Hagnaðarhlutfallið lækkaði úr 5% niður í 2% á milli ára.

Tekjurnar drógust saman um 11% á milli ára og voru 16,9 milljarðar króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði dróst saman um 36% á milli ára og var 894 milljónir króna. EBITDA-hlutfallið lækkaði í 5%, úr 7%, á milli ára.

Hluthöfum Haga hefur fækkað um 5% frá 1. mars til 30. nóvember 2017 og voru 802 við lok tímabilsins, samkvæmt árshlutauppgjöri. Á þeim tíma hafa hlutabréf félagsins lækkað um 25%.

Fram kemur í afkomutilkynningu til Kauphallar að verðhjöðnun hafi áfram áhrif á rekstur félagsins. Litið til fyrstu níu mánaða rekstrarársins, að teknu tilliti til aflagðar starfsemi, var 5% sölusamdráttur í matvöruverslunum samstæðunnar en magnminnkunin var 3%.

helgivifill@mbl.is