Erlingur Richardsson
Erlingur Richardsson
Erlingur Richardsson, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í handbolta, á fyrir höndum grannaslag og úrslitaleik gegn Belgíu á sunnudag um sæti í umspilinu fyrir heimsmeistaramótið 2019.

Erlingur Richardsson, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í handbolta, á fyrir höndum grannaslag og úrslitaleik gegn Belgíu á sunnudag um sæti í umspilinu fyrir heimsmeistaramótið 2019. Liðið sem vinnur leikinn kemst sem sagt í umspilið næsta sumar þar sem verða fimm lið til viðbótar úr undankeppninni sem nú stendur yfir, og svo 10 lið af Evrópumótinu sem hefst í Króatíu í dag. Alls 16 lið sem skiptast í átta umspilseinvígi.

Erlingur stýrði Hollandi til 28:23-sigurs gegn Grikklandi á útivelli í gær, en Belgía vann Tyrkland 27:21. Holland er því stigi á undan Belgíu á toppi riðilsins, og dugar jafntefli í grannaslagnum á sunnudaginn. Holland vann leik þjóðanna í Belgíu fyrr í vetur, 26:25.

sindris@mbl.is