Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stefnt er að því að flytja bráðadeild og rannsóknir úr Landspítalanum í Fossvogi yfir í meðferðarkjarna nýs Landspítala árið 2023. Áformað er að hefja framkvæmdir í sumar.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Stefnt er að því að flytja bráðadeild og rannsóknir úr Landspítalanum í Fossvogi yfir í meðferðarkjarna nýs Landspítala árið 2023. Áformað er að hefja framkvæmdir í sumar.

Benedikt Olgeirsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landspítalans, segir megnið af starfsemi í Fossvogi flytjast burt árið 2023.

„Við hefjum byggingu meðferðarkjarnans í ár og erum að hanna rannsóknarhúsið. Vonandi byrjum við á því á næsta ári. Stefnt er að því að klára þessar tvær stóru byggingar árið 2023. Annars vegar á að sameina bráðastarfsemi spítalans í meðferðarkjarnanum. Hins vegar á að sameina rannsóknarstarfsemi í rannsóknarhúsinu. Hún er nú mjög dreifð,“ segir Benedikt.

Hann segir að samhliða verði sambærileg starfsemi við Hringbraut, til dæmis skurðstofur og bráðastarfsemi, flutt í meðferðarkjarnann. Þá taki við endurnýjun á gamla húsnæðinu til að taka við starfsemi sem eftir verður í Fossvogi. „Þessi flétta tekur eitt til tvö ár,“ segir hann.

Núverandi húsnæði verði t.d. nýtt undir stoðstarfsemi og starfsemi göngudeilda. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um framtíðarnotkun gamla Borgarspítalans. Mat á því sé verkefni næstu tveggja ára.

Bílastæðin áskorun
» Kristinn Jón Eysteinsson, skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg, segir samgöngur og framboð bílastæða vera mikla áskorun í nýjum Landspítala.
» Flest bendi til að draga þurfi mikið úr bílferðum á svæðið.