Einar Karl Haraldsson
Einar Karl Haraldsson
Samkvæmt lögum um sóknargjöld skulu þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög eiga hlutdeild í tekjuskatti. Breytingin tengdist upptöku staðgreiðslukerfis skatta og breytingum á tekjuskattinum.

Samkvæmt lögum um sóknargjöld skulu þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög eiga hlutdeild í tekjuskatti. Breytingin tengdist upptöku staðgreiðslukerfis skatta og breytingum á tekjuskattinum. Áður var sóknargjaldið hlutfall af útsvarsstofni. Sóknargjald hefur verið innheimt frá því um 1100.

Einar Karl Haraldsson kirkjuþingsmaður benti á að í umræðum um frumvarpið hefðu þáverandi ráðamenn sagt að sóknargjöldin ættu að þróast í takti við afkomu almennings í landinu. Þau hafi því hækkað með hækkandi tekjum ríkisins af tekjuskatti. Frá árinu 2009 hafi hluti sóknargjalda hins vegar verið „gerður upptækur“ í ríkissjóð.

„Það hefur verið tekin einhliða ákvörðun um það í fjármálaráðuneytinu hver sóknargjöldin eiga að vera á mann á hverju ári. Alþingi hefur svo samþykkt það umræðulaust. Formið á þessu er algerlega óviðunandi,“ sagði Einar.