Þjófnaður Parísarlögreglan var fljót á vettvang og handtók þrjá.
Þjófnaður Parísarlögreglan var fljót á vettvang og handtók þrjá. — AFP
Franska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði náð að endurheimta suma af þeim skartgripum sem bíræfnir þjófar höfðu á brott með sér úr Ritz-hótelinu í París í fyrrakvöld.

Franska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði náð að endurheimta suma af þeim skartgripum sem bíræfnir þjófar höfðu á brott með sér úr Ritz-hótelinu í París í fyrrakvöld. Tveggja manna er enn leitað í tengslum við ránið, en þrír voru handteknir strax í kjölfar þess um nóttina.

Hið fimm manna ræningjagengi braut sér leið inn í gegnum starfsmannainngang, en mennirnir voru vopnaðir öxum. Þar náðu þeir að ryðja sér leið í skartgripaverslun á jarðhæð hótelsins og létu mennirnir þar greipar sópa. Það vildi þó ekki betur til en svo, að öryggiskerfi hótelsins lokaði þrjá af mönnunum inni, ásamt skartgripum sem metnir eru á um fjórar milljónir evra.

Hinir handteknu munu allir vera „góðkunningjar lögreglunnar“.