San Francisco Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins sá um útdráttinn. Með honum á myndinni eru starfsmenn Árvakurs: Hjördís Ýr Johnson, María Lilja Moritz Viðarsdóttir og Magnús E. Kristjánsson.
San Francisco Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins sá um útdráttinn. Með honum á myndinni eru starfsmenn Árvakurs: Hjördís Ýr Johnson, María Lilja Moritz Viðarsdóttir og Magnús E. Kristjánsson. — Morgunblaðið/RAX
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fimm heppnir áskrifendur Morgunblaðsins unnu ferð fyrir tvo til San Francisco í gær. Dregið var út með rafrænum hætti og sá Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, um útdráttinn.

Fimm heppnir áskrifendur Morgunblaðsins unnu ferð fyrir tvo til San Francisco í gær. Dregið var út með rafrænum hætti og sá Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, um útdráttinn. Á næstu vikum eiga áskrifendur Morgunblaðsins möguleika á að hreppa ferð til einhverrar af þeim 9 borgum sem eftir eru í áskrifendaleik Morgunblaðsins og WOW air. Fjallað verður um hverja borg fyrir sig í Morgunblaðinu á hverjum fimmtudegi meðan á leiknum stendur. San Francisco var fyrsta borgin og í framhaldinu koma Stokkhólmur, Cleveland, Barcelona, Tel Aviv, Detroit, Cincinnati, St. Louis, Dublin og Dallas. Vinningshafar að þessu sinni voru: Tómas Guðbjartsson, Örn Arnarson, Gunnar H. Magnússon, Bjarni G. Stefánsson og Bárður Marteinn Níelsson.

Kampakátur með vinninginn

„Ég hélt nú fyrst að þetta væri eitthvert gabb en það var ekki. Ég hélt fyrst að það væri einhver að plata mig, eitthvert afmælisgrín um að ég væri að fara til San Francisco,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og einn vinningshafa. „Ég er auðvitað kampakátur með þetta og auðvitað gaman á þessum degi,“ segir Tómas en hann átti einnig afmæli í gær. Spurður segist hann hafa komið áður til San Francisco en það sé þó orðið langt síðan. „Já, ég hef komið þangað áður. Það er mikið af læknaþingum þar og svo hef ég verið með fyrirlestra þar,“ segir Tómas sem stefnir að því að bjóða eiginkonunni með sér í ferðina. Hann var mjög spenntur fyrir ferðinni og segir að hægt sé að gera margt á svæðinu, allt frá því að hlusta á djass yfir í að hjóla um Golden Gate-brúna. „Síðast þegar ég fór til San Francisco þá hjólaði ég um Redwood-skógana. Það er svo ótrúlega margt hægt að gera þarna“.

Tómas hefur verið áskrifandi að Morgunblaðinu í mörg ár en þetta var hans fyrsti vinningur í áskrifendaleik. „Ég hef alltaf verið áskrifandi að Mogganum. Alveg frá því ég man eftir mér. Ég bjó í tæp 12 ár erlendis en þá gat maður keypt sunnudagsblaðið í áskrift. Annars hef ég alltaf keypt blaðið frá því ég var strákur.“ mhj@mbl.is