Pamela de Sensi
Pamela de Sensi
Töfrahurð er félag um víðtæka starfsemi sem snýr að tónlist fyrir börn og unglinga, jafnt tónleika sem útgáfu. Félagið var stofnað 2010 af Pamelu De Sensi flautuleikara, og hefur að markmiði að auka framboð á tónlistarefni fyrir börn og unglinga, t.d.
Töfrahurð er félag um víðtæka starfsemi sem snýr að tónlist fyrir börn og unglinga, jafnt tónleika sem útgáfu. Félagið var stofnað 2010 af Pamelu De Sensi flautuleikara, og hefur að markmiði að auka framboð á tónlistarefni fyrir börn og unglinga, t.d. söngleiki, tónlistarævintýri sem og alls konar efni sem hentar til tónlistarfræðslu í tónlistarskólum og leik- og grunnskólum. Barnaóperan Gilitrutt, eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og Sölku Guðmundsdóttur, verður frumflutt sem tónleikar 27. janúar kl. 12-13 í Iðnó. Um leik og söng sjá Hallveig Rúnarsdóttir, María Sól Ingólfsdóttir og Þorkell H. Sigfússon. Sheherazade-hópurinn sér um tónlistarflutninginn. Myndskreytingar eru eftir Heiðu Rafnsdóttur. Aðgangur er ókeypis fyrir börn 7 ára og yngri. Til stendur að setja óperuna upp á svið á barnamenningarhátíð í lok apríl.