Verðlaunahafi Pólska kvikmyndagerðarkonan Anna Zamecka á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í fyrra. Hún hlaut verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina, Komunia.
Verðlaunahafi Pólska kvikmyndagerðarkonan Anna Zamecka á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í fyrra. Hún hlaut verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina, Komunia. — AFP
Kvikmyndahátíðin Stockfish verður haldin í fjórða sinn 1.-11. mars næstkomandi í Bíó Paradís og líkt og fyrri ár verða kvikmyndir frá fjölmörgum löndum sýndar og erlendir og íslenskir kvikmyndagerðarmenn verða gestir hátíðarinnar.

Kvikmyndahátíðin Stockfish verður haldin í fjórða sinn 1.-11. mars næstkomandi í Bíó Paradís og líkt og fyrri ár verða kvikmyndir frá fjölmörgum löndum sýndar og erlendir og íslenskir kvikmyndagerðarmenn verða gestir hátíðarinnar.

Meðal þeirra kvikmynda sem sýndar verða er rússneska kvikmyndin Loveless , eða Nelyubov eins og hún heitir á frummálinu, eftir leikstjórann Andrey Zvyaginstev, þann sama og gerði hina marglofuðu Leviathan . Loveless hlaut dómaraverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í fyrra og er framlag Rússa til Óskarsverðlaunanna í ár.

Heimildarmyndin Komunia eftir pólska leikstjórann Önnu Zamecka verður einnig sýnd en hún hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir rúmum mánuði sem besta heimildarmyndin. Þá hefur einnig verið tilkynnt að norska heimildarmyndin Golden Dawn Girls , eftir Håvard Bustnes, verði á dagskrá hátíðarinnar.

Norski leikstjórinn Iram Haq sækir hátíðina í annað sinn og sýnir nýjustu kvikmynd sína, What will people say? eða Hva vil folk si á frummálinu en hún var nýlega frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto.

Um 30 kvikmyndir í fullri lengd verða sýndar á hátíðinni auk valinna verka kvikmyndagerðarmanna sem boðið verður til landsins á hina endurvöktu hátíð, að því er fram kemur í tilkynningu. Á meðal gesta verða þekktir verðlaunaleikstjórar og aðrir alþjóðlegir kvikmyndagerðarmenn.