Gissur Þorvaldsson lést 12.1. 1268. Hann fæddist 1208, sonur Þorvaldar Gissurarsonar í Hruna, helsta höfðingja Haukdæla, og k.h., Þóru yngri Guðmundsdóttur. Fyrri kona Gissurar var Ingibjörg, dóttir Snorra Sturlusonar, og áttu þau einn son er dó ungur.

Gissur Þorvaldsson lést 12.1. 1268. Hann fæddist 1208, sonur Þorvaldar Gissurarsonar í Hruna, helsta höfðingja Haukdæla, og k.h., Þóru yngri Guðmundsdóttur.

Fyrri kona Gissurar var Ingibjörg, dóttir Snorra Sturlusonar, og áttu þau einn son er dó ungur. Þau skildu. Gissur kvæntist 1252, Gróu Álfsdóttur og áttu þau synina Hall og Ísleif auk þess sem Gissur átti soninn Ketilbjörn. Þau létust öll í Flugmýrarbrennu. Eftir brennuna tók Gissur sér frillu, Ingibjörgu Gunnarsdóttur frá Geitaskarði í Langadal, og er talið að þau hafi eignast eina dóttur, Þóru.

Gissur tók ungur við Haukdælagoðorði, varð helsti foringi Sunnlendinga á Sturlungaöld, lenti í klóm Sturlu Sighvatssonar í Apavatnsför, gerði bandalag við Kolbein unga gegn Sturlungum og vann þá í Örlygsstaðabardaga 1238, þar sem Sighvatur Sturluson og Sturla, sonur hans, féllu, og lét síðan drepa Snorra Sturluson, fyrrv. tengdaföður sinn, í Reykholti, 1241, að kröfu Hákonar Noregskonungs.

Gissur var lénsmaður Noregskonungs, sem og Þórður kakali Sighvatsson, helsti eftirlifandi höfðingi Sturlunga. Eftir Haugsnesbardaga 1246, þar sem Þórður vann sigur á Ásbirningum, héldu þeir Gissur og Þórður til Noregs og skutu máli sínu til konungs. Hann sendi Þórð til Íslands sem þá varð þar einráður, en Gissur fór í suðurgöngu til Rómar 1248. Árið 1250 kallaði konungur Þórð aftur til sín, kyrrsetti hann í Noregi en sendi Gissur til Íslands 1252. Gissur reyndi sættir við óvini sína án árangur og 1253 brenndu þeir inni fjölskyldu hans að Flugumýri í Skagafirði, en Gissur slapp með því að fela sig í sýrukeri.

Gissurri fór enn til konungs 1254 sem kvartaði undan því að seint gengi að koma Íslandi undir krúnuna. Þó sneri Gissur heim með jarlsnafnbót, bjó á Reynistað síðustu æviárin og gaf staðinn undir nunnuklaustur.