Tilraunaverkefni Strætó bs. um að bjóða upp á næturstrætó fór af stað um helgina og segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., að verkefnið hafi gengið ljómandi vel. „Við erum bara að taka saman tölur.
Tilraunaverkefni Strætó bs. um að bjóða upp á næturstrætó fór af stað um helgina og segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., að verkefnið hafi gengið ljómandi vel. „Við erum bara að taka saman tölur. Nýtingin var mismunandi en stóðst alveg væntingar en við viljum kannski sjá aðeins fleiri,“ segir Jóhannes. Hann segist hafa fengið jákvæð viðbrögð en jafnframt verður fylgst með verkefninu og tekið stöðumat eftir þrjá mánuði.