Volkswagen samsteypan seldi flesta bíla 2017.
Volkswagen samsteypan seldi flesta bíla 2017. — Morgunblaðið/
Volkswagen reyndist stærsti bílsmiður heims árið 2017, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið sjálft framleiddi rúmar sex milljónir bíla á árinu sem var.

Volkswagen reyndist stærsti bílsmiður heims árið 2017, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið sjálft framleiddi rúmar sex milljónir bíla á árinu sem var.

Þegar bílar allrar VW-samsteypunnar eru taldir með mun nærri láta að Volkswagen hafi selt 10,7 milljónir bíla á nýliðnu ári. Af einstökum merkjum hennar seldust Audi og Porsche betur en nokkru sinni fyrr.

Fyrir tilstilli þessara tveggja dýru merkja nam velta VW frá sölu í fyrsta sinn í sögunni meira en 220 milljörðum evra. Er það rúmlega þriggja milljarða bæting á eldra tekjumetinu, sem var 217 milljarðar, sett árið 2016.

Toyota segir útreikninga sína benda til að fyrirtækið hafi í fyrra selt um 10,35 milljón bíla , sem er 2% aukning frá 2016. Miðað við áætlanir Toyota er ráðgert að salan í ár verði enn meiri eða 10,5 milljónir eintaka. Þykir þegar stefna í harðan slag Toyota og VW um efsta sætið í bílsölu á heimsvísu á nýhöfnu ári. agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson