„Skugga-Sveinn verður leikinn í kvöld [...] Sjá Plakötin!“ stendur í Ísafold frá árinu 1886. Plakat hefur tíðkast hér, með ýmsum rithætti, síðan á 18. öld.
„Skugga-Sveinn verður leikinn í kvöld [...] Sjá Plakötin!“ stendur í Ísafold frá árinu 1886. Plakat hefur tíðkast hér, með ýmsum rithætti, síðan á 18. öld. Átt er við það sem Málfarsbankinn segir um: „Mælt er með orðinu veggspjald frekar en plakat .“ Plakat (líka plaggat ) er komið úr frönsku gegnum dönsku.