Nokkrar aðferðir eru við framleiðslu og markaðssetningu á ÍSEY skyri, sem nú er selt víða um heim.

Nokkrar aðferðir eru við framleiðslu og markaðssetningu á ÍSEY skyri, sem nú er selt víða um heim. Það er ýmist framleitt hér á landi, erlendis fyrir MS samkvæmt sérstökum samningi vegna takmarkaðs tollkvóta eða erlendis með sérstökum vörumerkja- og framleiðsluleyfissamningi og loks er MS hluthafi í Iceland Provision sem sér um sölu og markaðssetningu á skyri í Bandaríkjunum.

ÍSEY skyr/skyrdrykkir

frá Íslandi

Færeyjar.

b. England/Írland fram á mitt ár.

c. Sviss.

d. Finnland.

Vörumerkja- og framleiðslusamningar

a. Noregur frá 2010.

b. Danmörk frá 2006.

c. Ástralía/Nýja Sjáland og átta önnur lönd – samningur gerður 2017 við íslenskan fjárfesti búsettan í Nýja-Sjálandi – framleiðsla hefst 2018.

d. Japan. Stefnt að því að ljúka samningi á fyrri hluta ársins 2018, tvö fyrirtæki eru til skoðunar.

e. Kína. Samningaviðræður eru í gangi við þriðja stærsta mjólkurfyrirtæki Kína. Sendinefnd frá Kína væntanleg í mars/apríl 2018.

f. Rússland. Samningar verða undirritaðir í lok janúar.

Eigin sala og framleiðsla erlendis vegna kvótatakmarkana

a. Finnland.

b. England/Írland. Framleiðsla hefst á miðju ári 2018.

c. Belgía/Holland/Lúxemborg. Sala hefst í mars 2018 á þessum mörkuðum.

d. Ítalía. Byrjað að selja á þessum markaði í nóvember 2017.

e. Spánn. Samningarviðræður við dreifingaraðila í gangi. Stefnt að því að byrja sölu á árinu 2018.

f. Frakkland. Leit að samstarfsaðilum stendur yfir. Stefnt að því að byrja sölu á árinu 2018.

g. Portúgal. Samningaviðræður við dreifingaraðila standa yfir. Stefnt að því að byrja sölu á árinu 2018.