Viðar Örn Kjartansson
Viðar Örn Kjartansson
Viðar Örn Kjartansson er orðinn næstmarkahæstur í ísraelsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að hann skoraði tvö marka Maccabi Tel Aviv í 3:1-útisigri liðsins gegn Maccabi Haifa í gærkvöld.

Viðar Örn Kjartansson er orðinn næstmarkahæstur í ísraelsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að hann skoraði tvö marka Maccabi Tel Aviv í 3:1-útisigri liðsins gegn Maccabi Haifa í gærkvöld. Fyrra mark hans kom eftir aðeins 10 sekúnda leik og var stórglæsilegt en eftir langa sendingu fram lék Viðar varnarmann grátt og lyfti svo boltanum óverjandi upp í vinstra markhornið.

Viðar hefur þar með skorað 10 mörk í 17 leikjum í deildinni, fjögur þeirra í síðustu tveimur leikjunum og sex í síðustu fjórum leikjum Maccabi Tel Aviv. Einn leikmaður hefur skorað meira, Dia Saba hefur gert 14 mörk fyrir Maccabi Netanya. Með sigrinum komst Maccabi upp að hlið meistaranna Hapoel Beer Sheva á toppi deildarinnar. vs@mbl.is