— Morgunblaðið/RAX
16. janúar 1947 Talsímasamband við Bandaríkin var opnað. Fyrsta samtalið var milli Emils Jónssonar samgönguráðherra og Thors Thors sendiherra í Washington. 16.

16. janúar 1947

Talsímasamband við Bandaríkin var opnað. Fyrsta samtalið var milli Emils Jónssonar samgönguráðherra og Thors Thors sendiherra í Washington.

16. janúar 1963

Keppt var í lyftingum í fyrsta sinn hér á landi, í ÍR-húsinu við Túngötu í Reykjavík. Alþýðublaðið sagði engan vafa á því að þessi íþrótt ætti framtíð fyrir sér.

16. janúar 1995

Snjóflóð féll í Súðavík. Fjórtán manns fórust, þar af átta börn, en tólf manns var bjargað. Fjórtán ára stúlka fannst á lífi eftir fimmtán tíma og tíu ára drengur tæpum sólarhring eftir að flóðið féll. Miðbik þorpsins sópaðist burt í flóðinu. „Þjóðarharmur,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands í samtali við Morgunblaðið. Þetta var mannskæðasta snjóflóð hér á landi síðan 1919.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson