Saga Töffari af guðs náð.
Saga Töffari af guðs náð.
Fjórða og síðasta þáttaröðin af sænsk-dönsku glæpaþáttunum Brúin hóf göngu sína á RÚV fyrir viku. Annar þáttur var í gærkvöldi og ég bíð spennt eftir framhaldinu.

Fjórða og síðasta þáttaröðin af sænsk-dönsku glæpaþáttunum Brúin hóf göngu sína á RÚV fyrir viku. Annar þáttur var í gærkvöldi og ég bíð spennt eftir framhaldinu. Fyrstu þættirnir lofa afskaplega góðu um það sem koma skal, glæpurinn virðist ætla að vera ágætlega trúverðugur og í takt við það sem er að gerast í heiminum í dag og þá er einkalíf aðalpersónanna Henriks og Sögu áhugavert. Þau eru brotnar manneskjur sem virðast vinna vel saman á öllum sviðum.

Persónusköpunin í Brúnni er trúverðug og góð og það besta er að það er ekki búin til nein glansmynd af manneskjunni. Saga Norén er oftast höfð ómáluð og í sömu fötunum. Aðrar kvenpersónur eru líka raunverulegar sem er annað en í bandarískum glæpaþáttum þar sem lögreglukonurnar hlaupa á harðaspretti á eftir glæpamönnunum á pinnahælum, í þröngum jökkum og með slegið hárið, stífmálaðar. Eins er með lögreglukarlana sem eru vel klæddir og þjálfaðir kjálkakappar.

Brúin er sýnd kl. 20.55 á mánudagskvöldum. Ég býð spennt eftir þriðja þættinum og ætla ekki að hafa upp á honum á NRK 1 eins og ég frétti að sumir gerðu því sú sjónvarpsstöð er einum þætti á undan RÚV.

Ingveldur Geirsdóttir