— Morgunblaðið/Hari
Í vetrarríkinu er allt önnur veröld í gróðurhúsinu og þar eru blómin sólvermd í hlýjum garði.
Í vetrarríkinu er allt önnur veröld í gróðurhúsinu og þar eru blómin sólvermd í hlýjum garði. Í gróðrarstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal, þar sem er eitt stærsta blómabú landsins, er hin fagra veröld og þar var Gunný Þórisdóttir í gær að knúppa rósir; klippa burt aukasprota svo stilkar rósanna verði beinir og fallegir. Alltaf má á sig blómum bæta og nú á föstudaginn er bóndadagurinn, en þá tíðkast að konur færi bændum sínum blóm. Má gera ráð fyrir að þá komi rauðu rósirnar sterkar inn, því ástin blómstrar og getur verið funandi heit þótt úti sé nístandi kalt.