Meðganga Næring mæðra nú rannsökuð.
Meðganga Næring mæðra nú rannsökuð. — Morgunblaðið/Kristinn
Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings. „Það gerist mjög margt í móðurkviðnum. Við vitum t.d.

Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings. „Það gerist mjög margt í móðurkviðnum. Við vitum t.d. að næring móður á meðgöngu hefur áhrif á vöxt barnanna, þroska, getu þeirra til að læra og hegðun og fleira síðar á lífsleiðinni,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Hún segir næringarástand barnshafandi kvenna á Íslandi ekki hafa verið rannsakað nógu ítarlega en slík rannsókn er þó í gangi núna í samstarfi við Landspítalann.

„Í sambandi við íslenskar konur höfum við einhverjar hugmyndir um hvað þær borða og miðað við þær upplýsingar eru líkur á að neysla á völdum næringarefnum sé mjög lítil, a.m.k. hjá hluta kvenna,“ segir Ingibjörg sem fjallar um næringu á meðgöngu á Læknadögum í dag. 10