Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavík, hafði mestar tekjur af útsvari í fyrra.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013.

Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavík, hafði mestar tekjur af útsvari í fyrra. Þær voru um 66,7 milljarðar, sem er um 19,4 milljörðum meira en 2013 og um 6,3 milljörðum meira en árið 2016.

Tekjur af útsvari hafa aukist hlutfallslega mest í Reykjanesbæ frá árinu 2013, eða um 71,5%. Hveragerði er í öðru sæti hvað þetta varðar. Þar hafa útsvarstekjur aukist um 54,8% frá 2013. Mosfellsbær er í þriðja sæti. Þar er aukningin um 52,6%.

Mesti fjárhagsvandinn að baki

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir þessar tölur vitna um að fjárhagsvandi sveitarfélaganna eftir hrunið sé að mestu að baki. Skuldirnar séu byrjaðar að lækka. Fordæmalausar launahækkanir hafi verið áskorun í fyrra. Nú taki við vinna við leiðréttingu á lífeyrisréttindum.

Varðandi aukið útsvar segir Halldór stóraukin umsvif í samfélaginu og miklar launahækkanir vera meginskýringarnar.