Skoraði Romelu Lukaku gerði þriðja mark Manchester United.
Skoraði Romelu Lukaku gerði þriðja mark Manchester United. — AFP
Manchester United er þremur stigum á undan Liverpool og Chelsea í baráttunni um annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir öruggan 3:0-sigur á Stoke City á Old Trafford í gærkvöld.

Manchester United er þremur stigum á undan Liverpool og Chelsea í baráttunni um annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir öruggan 3:0-sigur á Stoke City á Old Trafford í gærkvöld. José Mourinho og hans menn eru hinsvegar tólf stigum á eftir grönnunum og meistaraefnunum í Manchester City en náðu að saxa á forskot þeirra um þrjú stig.

Antonio Valencia og Anthony Martial skoruðu fyrir United í fyrri hálfleiknum og Romelu Lukaku innsiglaði sigurinn með marki þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Paul Pogba átti stórleik og lagði upp tvö fyrri mörkin.

Stoke situr áfram í fallsæti og hefur fengið langflest mörk á sig af öllum liðum í deildinni, 50 talsins. Paul Lambert, nýr stjóri Stoke sem var ráðinn í gær, fylgdist með úr stúkunni og hann á erfitt verkefni fyrir höndum. Stoke hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum, ásamt því að tapa fyrir D-deildarliði Coventry í bikarnum. vs@mbl.is