Björgvin Páll Gústavsson
Björgvin Páll Gústavsson
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson snéri sig á ökkla í upphitun fyrir leik Íslands og Króatíu á EM í handknattleik í fyrrakvöld. Björgvin mun hafa stigið á bolta þegar íslenska liðið hitaði upp í aðdraganda leiksins.

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson snéri sig á ökkla í upphitun fyrir leik Íslands og Króatíu á EM í handknattleik í fyrrakvöld. Björgvin mun hafa stigið á bolta þegar íslenska liðið hitaði upp í aðdraganda leiksins. Var Björgvin teipaður og spilaði megnað af leiknum eða um 45 mínútur. Geir Sveinsson þjálfari sagðist í gær búast við því að Björgvin yrði leikfær gegn Serbum í dag nema ef svo færi að ökklinn bólgnaði mikið upp. kris@mbl.is