Atli Eðvaldsson
Atli Eðvaldsson
Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari Íslands, er hættur sem þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Kristianstad en félagið tilkynnti þetta í gær. Serdar Dayat var ráðinn í hans stað.

Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari Íslands, er hættur sem þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Kristianstad en félagið tilkynnti þetta í gær. Serdar Dayat var ráðinn í hans stað. Kristianstadsbladet segir að margir leikmanna liðsins séu óánægðir með þessa ráðstöfun. Atli tók við Kristianstad í september þegar liðinu hafði gengið illa í sænsku C-deildinni og það vann fimm af síðustu sjö leikjum sínum á tímabilinu undir hans stjórn. Á vef Kristianstad er haft eftir talsmanni félagsins, Lars Åkeman, að skiptar skoðanir hafi verið um störf Atla meðal leikmanna og stjórnarmanna og talið hefði verið að ekki ríkti nægilegt traust til að hann héldi áfram með liðið. „Atli kom félaginu til hjálpar þegar með þurfti í haust og þetta var afar erfið ákvörðun,“ segir Lars Åkeman. vs@mbl.is