Ásakanir Anna Wintour, ritstjóri Vogue, og Mario Testino á tískusýningu. Vogue hættir að birta ljósmyndir hans.
Ásakanir Anna Wintour, ritstjóri Vogue, og Mario Testino á tískusýningu. Vogue hættir að birta ljósmyndir hans. — AFP
Mörg karlmódel hafa sakað tvo af allra þekktustu og eftirsóttustu tískuljósmyndurum síðustu áratuga, Mario Testino og Bruce Weber, um kynferðislega áreitni. Hafa lögfræðingar beggja hafnað ásökununum.

Mörg karlmódel hafa sakað tvo af allra þekktustu og eftirsóttustu tískuljósmyndurum síðustu áratuga, Mario Testino og Bruce Weber, um kynferðislega áreitni. Hafa lögfræðingar beggja hafnað ásökununum. Verk þeirra Testiono og Weber hafa verið áberandi á síðum Vogue-tímaritanna og segja stjórnendur þeirra að ljósmyndurunum verði ekki falin fleiri slík.

Dagblaðið The New York Times var fyrst til að birta frásagnir af ásökunum á hendur ljósmyndurunum. Fimmtán karlmenn sem höfðu setið fyrir hjá Bruce Weber í tískuþáttum og auglýsingum fyrir virt tískufyrirtæki lýsa þar áreitni ljósmyndarans. Og þrettán karlmenn stíga fram og lýsa ósæmilegu og kynferðislegu athæfi Testino.

Í kjölfarið hefur Condé Nast-útgáfan, sem gefur út Vogue og fleiri rit, lýst yfir að hér eftir vinni tískuljósmyndarar á þeirra vegum eftir nákvæmum siðareglum.