Högn Björnsson fæddist í Kaupmannahöfn 16.1. 1905. Hann var sonur dr. Björns Bjarnasonar íslenskufræðings frá Viðfirði, kennara við Kennaraskóla Íslands, og Gyðríðar (Gyðu) Þorvaldsdóttur, húsfreyju í Hafnarfirði.

Högn Björnsson fæddist í Kaupmannahöfn 16.1. 1905. Hann var sonur dr. Björns Bjarnasonar íslenskufræðings frá Viðfirði, kennara við Kennaraskóla Íslands, og Gyðríðar (Gyðu) Þorvaldsdóttur, húsfreyju í Hafnarfirði.

Björn var sonur Bjarna Sveinssonar, bónda í Viðfirði, og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju, en Gyðríður var dóttir Þorvalds Jónssonar, héraðslæknis á Ísafirði, og k.h., Þórunnar Jónsdóttur húsfreyju.

Fósturforeldrar Högna voru Jón Þorvaldsson (móðurbróðir Högna) héraðslæknir á Hesteyri í Sléttuhreppi, síðar í Reykjavík, og s.k.h., Marta Guðrún Sigurðardóttir Bachmann húsfreyja, en hún var systir tengdamóður Högna.

Bróðir dr. Björns var Halldór, faðir Halldórs prófessors, föður Halldórs ritstjóra.

Eiginkona Högna var Hulda Jónsdóttir Björnsson húsfreyja sem lést 1959, dóttir Jóns Markússonar Sveinbjörnsson, símstöðvarstjóra á Patreksfirði, og k.h., Sigríðar Ástu Sigurðardóttur Snæbjörnsson, f. Bachmann húsfreyju.

Dætur Högna og Huldu: Hjördís, húsfreyja í Danmörku og á Grænlandi; Kristín, húsfreyja í Grevestrand við Kaupmannahöfn, og Ásta, píanókennari og húsfreyja í Hollandi.

Sambýliskona Högna frá 1962 var Jutta Maria Katharina Wölfl, leikfimikennari og sjúkraþjálfari.

Högni lauk stúdentsprófum frá MR 1924, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ og stundaði nám við Hafnarháskóla 1941.

Högni var aðstoðarlæknir hjá héraðslækninum á Hesteyri 1931-33, var héraðslæknir í Ögurhéraði 1934-37, starfaði á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn og víða í Danmörku, var skipslæknir hjá Austur-Asíufélaginu og hjá Grænlandsverslun og læknir Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði 1960-65.

Högni lést 25.3. 1989.