Vinamargur Ný kvikmynd um Paddington laðar fólk í kvikmyndahús.
Vinamargur Ný kvikmynd um Paddington laðar fólk í kvikmyndahús.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nýja breska framhaldskvikmyndin Paddington 2 , um björninn vinsæla, stökk beint á topp listans yfir þær kvikmyndir sem flestir sáu hér á landi um helgina. Er hún tilnefnd til Bafta-verðlaunanna sem ein af bestu bresku myndum liðins árs.

Nýja breska framhaldskvikmyndin Paddington 2 , um björninn vinsæla, stökk beint á topp listans yfir þær kvikmyndir sem flestir sáu hér á landi um helgina. Er hún tilnefnd til Bafta-verðlaunanna sem ein af bestu bresku myndum liðins árs. Jumanju fellur því niður í annað sæti listans og þar á eftir birtist önnur ný á listanum, The Commu ter , spennumynd með Liam Neeson, Sam Neill og Elizabeth McGovern.

Kvikmyndaunnendur flykkjast enn á nýjustu Star Wars-kvikmyndina, The Last Jedi , en athygli vekur að nær 60 þúsund manns hafa nú séð hana í sölum kvikmyndahúsanna hér.

Nýja íslenska kvikmyndin Svanurinn , sem í síðustu viku var í 10. sæti listans, fellur þessa viku niður í það 13.