Hringtorgið í Saint-Brieuc þar sem aksturinn undarlegi átti sér stað.
Hringtorgið í Saint-Brieuc þar sem aksturinn undarlegi átti sér stað.
Franskur ökumaður á áttræðisaldri freistaði þess sérkennilega bragðs að reyna að komast undan lögreglu með því að aka hring eftir hring í hringtorgi í bænum Saint-Brieuc á Bretaníuskaga.

Franskur ökumaður á áttræðisaldri freistaði þess sérkennilega bragðs að reyna að komast undan lögreglu með því að aka hring eftir hring í hringtorgi í bænum Saint-Brieuc á Bretaníuskaga.

Lögreglan látin vita

Maðurinn sem er 73 ára hafði drukkið helst til mikið áður en hann settist undir stýri í bíl sínum. Vegfarendur sem sáu hann skjögra í bílinn töldu hann hættulegan í umferðinni og létu lögregluna vita.

Eftir að á ferð kom tók hann að aka skrambi skringilega og klossbremsaði hvað eftir annað af engri ástæðu eða gaf hressilega í, meðal annars í hringtorginu. Lögreglan var fljót á vettvang og gerði sig líklega til að stöðva ferðalag mannsins sem sinnti þó í engu boðum. Bar því við að hann hefði ekki heyrt í sírenum lögreglubílsins.

Ekki í fyrsta sinnið

Reyndi maðurinn með hringakstrinum að knýja laganna verði til uppgjafar en þar misreiknaði hann sig. Þegar hann loks gafst upp hafði hinn aldni ökumaður hafði ekið 17 hringi á torginu. Reyndist hann verulega ölvaður og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Dómur gekk í máli hans í síðustu viku. Þar voru réttindi hans ógilt til frambúðar og hann dæmdur í 90 daga fangelsi skilorðsbundið auk sektar.

Maðurinn þótti ekki eiga sér neinar málsbætur þar sem hann framdi samskonar brot árið 2012.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson