Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fer í læknisskoðun í dag hjá franska liðinu Nantes þar sem metið verður hvort kappinn eigi sér framtíð hjá félaginu.

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fer í læknisskoðun í dag hjá franska liðinu Nantes þar sem metið verður hvort kappinn eigi sér framtíð hjá félaginu.

Ljóst er að stuðningsmenn Nantes eru áhugasamir um mögulega framvindu mála hjá Kolbeini en löng grein birtist um hann í staðarblaðinu Ouest-France í gær þar sem framtíð hans var metin en hann hefur verið frá vegna hnémeiðsla síðan í ágúst 2016. Líklegast er talið að Kolbeinn verði metinn hæfur til þess að hefja æfingar á morgun en hann fór í forskoðun á þriðjudaginn í síðustu viku þar sem hann leit vel út og margt benti til þess að hann gæti hafið æfingar að nýju. Verði það niðurstaðan verður hann sýnilegri á æfingasvæði Nantes á næstunni en hans bíður þar það verkefni að sýna ítalska knattspyrnustjóranum Claudio Ranieri að hann eigi erindi í liðið. Það myndi svo aftur að sjálfsögðu hjálpa Kolbeini við það að komast á ný í íslenska landsliðið fyrir HM í Rússlandi í sumar. peturhreins@mbl.is