Rúnar Már Sigurjónsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, mun að óbreyttu ganga til liðs við svissneska félagið St. Gallen í dag en þangað kemur hann frá Grasshoppers á lánssamningi til hálfs árs. St.

Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, mun að óbreyttu ganga til liðs við svissneska félagið St. Gallen í dag en þangað kemur hann frá Grasshoppers á lánssamningi til hálfs árs. St. Gallen er í fjórða sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar en Grasshoppers er í sjötta sæti, þremur stigum neðar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gengst Rúnar undir læknisskoðun hjá St. Gallen í dag og fer síðan beint með liðinu í æfingaferð til Spánar, ef allt fer að óskum.

Rúnar, sem er 27 ára miðjumaður og á að baki 15 landsleiki, kom til Grasshoppers sumarið 2016 og var í lykilhlutverki á síðasta tímabili. Hann hefur ekki spilað eins mikið það sem af er vetri í kjölfar þjálfaraskipta hjá félaginu, eða tólf af nítján deildarleikjum liðsins. vs@mbl.is